49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 400. mál - breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Ýr Viðarsdóttur og Karen Björnsdóttur frá kærunefnd vöru- og þjónustukaupa og Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Guðmund Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

3) 128. mál - staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóð Kl. 09:20
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 10. mars og ákvað að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

4) 162. mál - innheimtulög Kl. 09:20
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 10. mars og ákvað að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

5) 163. mál - endurskoðun regluverks um starfsemi fjárhagsupplýsingastofa Kl. 09:20
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 10. mars og ákvað að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

6) 184. mál - aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum Kl. 09:20
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 10. mars og ákvað að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

7) 185. mál - afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 09:20
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 10. mars og ákvað að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

8) 203. mál - tekjuskattur Kl. 09:20
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 12. mars og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

9) 342. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Atla Benediktsson rektor, Gylfa Magnússon og Björn Atla Davíðsson frá Háskóla Íslands.

10) 373. mál - rannsókn og saksókn í skattalagabrotum Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

11) 399. mál - tekjuskattur Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Ingason frá Umhverfisstofnun.

12) 344. mál - Neytendastofa o.fl. Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Daða Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

13) 341. mál - upplýsingaskylda útgefenda verðbréfa og flöggunarskylda Kl. 10:55
Nefndin samþykkti afgreiðslu málsins til annarar umræðu.
Allir viðstaddir nefndarmenn utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar rituðu undir nefndarálit meiri hluta.

14) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00