20. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. febrúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:20
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:25
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:20
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:20
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:20
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:20

Jóhann Páll Jóhannsson og Guðbrandur Einarsson boðuðu forföll.
Diljá Mist Einarsdóttir vék af fundi kl. 09:50.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 291. mál - viðspyrnustyrkir Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að heimila formanni fyrir hönd nefndarinnar að óska eftir umsögnum um málið þegar því yrði vísað til hennar og að umsagnarfrestur verði ein vika.

3) 253. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elínu Ölmu Arthursdóttur og Kristján Gunnarsson frá Skattinum og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

4) Önnur mál Kl. 10:25
Nefndin samþykkti að taka til umfjöllunar fyrirkomulag gjaldheimtu vegna umsókna um ríkisborgararétt til Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25