62. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. maí 2023 kl. 09:13


Mætt:

Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:13
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:13
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:13
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:13
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:13

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Þá vék Diljá Mist Einarsdóttir af fundi kl. 10.04.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Lið frestað.

2) Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Jakobsson og Hauk C. Benediktsson frá Seðlabanka Íslands. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 981. mál - endurskoðendur og endurskoðun o.fl. Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hörpu Theódórsdóttur og Ragnheiði Guðnadóttur frá Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 980. mál - rafrænar skuldaviðurkenningar Kl. 10:33
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Jónu Guðnýju Eyjólfsdóttur og Garðar Kristinsson frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:41
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:42