1. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 2. október 2013 kl. 10:01


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:01
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:01
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:01
Brynjar Níelsson (BN) fyrir RR, kl. 10:01
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:06
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:01
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:01

ÁPÁ og SJS voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:01
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 17. og 18. funda nefndarinnar frá 142. lgþ. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) Meðferð EES-mála. Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar kom Þröstur Freyr Gylfason nefndarritari hjá utanríkismálanefnd. Þröstur kynnti nefndinni þinglega meðferð EES-mála.

3) ESB-gerðir um innri fjármálamarkaðinn. Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Þröstur Freyr Gylfason nefndarritari hjá utanríkismálanefnd og Tómas Brynjólfsson og Eiríkur Áki Eggertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Tómas og Eiríkur kynntu nefndinni álitamál sem tengjast töku þriggja evrópugerða um eftirlit með fjármálamarkaðinum upp í EES-samninginn. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna að kynningu lokinni.

4) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:42