30. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. mars 2017 kl. 10:15


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 10:17
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:15
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 10:24
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:15
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:15
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 10:17
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 10:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:15

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vék af fundi kl. 10:55. Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 11:07.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerðir 28. og 29. fundar voru samþykktar.

2) Tilskipun 2014/59/ESB um viðbúnað og skilameðferð fjármálafyrirtækja Kl. 10:17
Á fund nefndarinnar komu Erna Hjaltested, Guðrún Þorleifsdóttir, Hjörleifur Gíslason og Marta Margrét Rúnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti.

3) Umsagnir um upptöku gerða í EES-samninginn Kl. 11:17
Liðnum var frestað.

4) 237. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 11:17
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 23. mars.

Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

5) 120. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 11:17
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 23. mars.

Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Ákveðið var að óska eftir fundi með sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fundi slitið kl. 11:00