35. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. mars 2017 kl. 09:32


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:32
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:32
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:32
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:32
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:32
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:32
Logi Einarsson (LE), kl. 09:32
Nichole Leigh Mosty (NicM), kl. 09:32
Oktavía Hrund Jónsdóttir (OktJ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:32

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 217. mál - evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði Kl. 09:32
Samþykkt var að Nichole Leigh Mosty fengi áheyrnaraðild að málinu.

Á fund nefndarinnar komu fyrst Eva H. Baldursdóttir og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Harpa Jónsdóttir og Ólafur Páll Ólafsson frá Seðlabanki Íslands og næst Rúnar Örn Olsen og Sigurður Freyr Jónatansson frá Fjármálaeftirlitinu.

3) 111. mál - viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum Kl. 10:47
Liðnum var frestað.

4) Sala á hlut í Arion banka hf. Kl. 11:18 - Opið fréttamönnum
Samþykkt var að Nichole Leigh Mosty fengi áheyrnaraðild að málinu.

Á fund nefndarinnar komu Björk Sigurgísladóttir, Gísli Örn Kjartansson og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu.

5) Önnur mál Kl. 12:31
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:31