67. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl. 15:30


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 15:30
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:30
Inga Sæland (IngS), kl. 15:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:55
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 15:30

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Björn Freyr Björnsson
Eyþór Benediktsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:30
Dagskrárlið frestað.

2) 725. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 18:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lilju B. Einarsdóttur og Hallgrím Ásgeirsson frá Landsbankanum.

3) 726. mál - breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vigni Örn Guðmundsson, Ívar Kristjánsson og Stefán Björnsson frá Samtökum leikjaframleiðenda, Pétur Má Halldórsson frá Nox Medical, Sigríði Mogensen, Sigurð Hannesson og Ingólf Bender frá Samtökum iðnaðarins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Tómas Möller, Þóreyju Þórðardóttur, Gylfa Jónsson og Ólaf Sigurðsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

4) 731. mál - breyting á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra Kl. 18:45
Nefndin ákvað að Smári McCarthy yrði framsögumaður málsins.

Tillaga um að afgreiða málið til annarrar umræðu var felld með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna utan Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, sem greiddi atkvæði með tillögunni, og Oddnýjar G. Harðardóttur, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með einnar viku umsagnarfresti var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna utan Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, sem greiddi atkvæði gegn tillögunni, og Oddnýjar G. Harðardóttur, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð lýsir djúpum vonbrigðum með niðurstöðu meirihluta nefndarinnar. Nefndarmenn notuðu meirihlutavald sitt til þess að koma í veg fyrir að tillaga að afturköllun á launahækkunum þingmanna fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal í tæka tíð. Þingflokkur Pírata gaf meirihlutanum mjög rúman tíma til þess að bregðast við launahækkunum þingmanna að eigin frumkvæði en við því var ekki orðið. Þingflokkur Pírata sendi því út umrætt frumvarp til meðflutnings til allra flokka á Alþingi þann 14. apríl sl. og hafa nefndarmenn því haft tvær vikur til þess að kynna sér þetta einfalda mál. Undirrituð telur ekki ástæðu fyrir því að senda málið til umsagnar þar sem það snýr einungis að þingmönnum og ráðherrum sem hafa fulla aðkomu að málinu í þingsal. Þingmenn allir ættu að taka ákvörðun um mikilvægi þess að þiggja ekki launahækkanir í miðjum heimsfaraldri og sögulegri efnahagskreppu. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar neitar samþingmönnum sínum um að sýna vilja sinn í verki og kemur í veg fyrir að vilji þingsins í þessum efnum verði ljós.

5) Önnur mál Kl. 19:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:00