45. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 12. febrúar 2021 kl. 13:00


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:00

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 342. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónas Guðmundsson og Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur frá Almannaheill, samtökum þriðja geirans, Andra Stefánsson og Líneyju R. Halldórsdóttur frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, Tómas Torfason og Ársæl Aðalbergsson frá KFUM og KFUK, Sigþrúði Guðmundsdóttur frá Kvennaathvarfi, Birnu Þórarinsdóttur frá UNICEF og Bjarna Gíslason frá Hjálparstarfi kirkjunnar.

3) 400. mál - breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pétursdóttur og Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum.

4) 344. mál - Neytendastofa o.fl. Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pétursdóttur og Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum.

5) Önnur mál Kl. 14:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:50