55. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. mars 2021 kl. 15:15


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:15
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:15

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerðir 51. til 54. fundar voru samþykktar.

2) 570. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 15:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hjörleif Gíslason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 26. mars 2021 og ákvað að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

3) 583. mál - greiðsluþjónusta Kl. 15:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 26. mars 2021 og ákvað að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

4) 373. mál - rannsókn og saksókn í skattalagabrotum Kl. 16:10
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Brynjars Níelssonar, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Þórarins Inga Péturssonar. Aðrir nefndarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Þórarinn Ingi Pétursson rituðu undir nefndarálit meiri hluta. Oddný G. Harðardóttir og Smári McCarthy boðuðu að skilað yrði minnihlutaálitum.

5) 444. mál - breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki Kl. 16:20
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Jóns Steindórs Valdimarssonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Brynjars Níelssonar, Ólafs Þórs Gunnarssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Þórarins Inga Péturssonar. Aðrir nefndarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Óli Björn Kárason, Jón Steindór Valdimarsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórarinn Ingi Pétursson rituðu undir nefndarálit meiri hlutans.

6) 399. mál - tekjuskattur Kl. 16:25
Nefndin fjallaði um málið.

7) 584. mál - aðgerðir gegn markaðssvikum Kl. 16:30
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 26. mars 2021 og ákvað að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

8) 512. mál - aukatekjur ríkissjóðs Kl. 16:30
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 26. mars 2021 og ákvað að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.

9) Önnur mál Kl. 16:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:35