18. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:10
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:10

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðbrandur Einarsson boðuðu forföll.
Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Inga Friðleifsson frá Orkustofnun, Benedikt S. Benediktsson og Maríu Jónu Magnúsdóttur frá Samtökum verslunar þjónustu og Bílgreinasambandinu og Hlyn Ingason og Írisi Hönnuh Atladóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 226. mál - skráning raunverulegra eigenda Kl. 10:25
Tillögu formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn utan Evu Sjafnar Helgadóttir rituðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögu.
Guðbrandur Einarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifaði undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) 227. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 10:25
Tillögu formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn utan Evu Sjafnar Helgadóttir rituðu undir nefndarálit meiri hluta.
Guðbrandur Einarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifaði undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) 55. mál - neytendalán og fasteignalán til neytenda Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

6) 51. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

7) 50. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35