41. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Halldór Auðar Svansson (HAS) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur (HHH), kl. 09:10

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðbrandur Einarsson boðuðu forföll.

Þórarinn Ingi Pétursson vék af fundi kl. 09:30.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 20. fundar of 33.-39. fundar voru samþykktar.

2) 588. mál - fjármögnunarviðskipti með verðbréf Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni og ákvað að Guðrún Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 381. mál - fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi Kl. 09:25
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit meiri hluta rita Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, Diljá Mist Einarsdóttir, framsögumaður, Ágúst Bjarni Garðarsson, Logi Einarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þórarinn Ingi Pétursson auk Guðbrands Einarssonar sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) Önnur mál Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40