46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. mars 2023 kl. 09:17


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:17
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:17
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:17
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:17
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:55
Logi Einarsson (LE), kl. 09:17

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:17
Frestað.

2) 806. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Kára Kárason og Eggert Pál Ólason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir og ákvað að Guðrún Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 588. mál - fjármögnunarviðskipti með verðbréf Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rúnar Örn Olsen og Hörð Tulinius frá Seðlabanka Íslands og Jónu Björk Guðnadóttur og Andra Frey Stefánsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

4) 164. mál - tekjuskattur Kl. 09:25
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir og ákvað að Diljá Mist Einarsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00