69. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 08:38


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÁÞS, kl. 08:38
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:38
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:38
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:38
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:45
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:38
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:38

HHj og GÞÞ voru fjarverandi.
SkH vék af fundi kl. 9:23.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 625. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 08:38
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Hafdísi Ólafsdóttur, Viðar Helgason, Björn R. guðmundsson og Guðmund Pálsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Gylfa Magnússon dósent við HÍ og formann nefndar um endurskoðun fjárfestingaheimilda lífeyrissjóðanna, Lúðvík Elíasson frá Seðlabanka Íslands, Söru Sigurðardóttur frá FME og Ólaf Sigurðsson frá Stöfum lífeyrissjóði. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 629. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda Kl. 09:39
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 629. mál og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Önnur mál. Kl. 10:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:00