48. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. mars 2019 kl. 10:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:00
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Einar Kárason (EinK), kl. 10:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:00

Ásgerður K. Gylfadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 45., 46. og 47. fundar voru samþykktar.

2) 312. mál - endurskoðendur og endurskoðun Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hörpu Theodórsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 436. mál - ökutækjatryggingar Kl. 10:40
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit og breytingartillögur. Ásgerður K. Gylfadóttir skrifar undir samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

4) 38. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónínu Jónasdóttur og Matthildi Magnúsdóttur frá ríkisskattstjóra.

5) Ný heildarlög um Seðlabanka Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Guðrúnu Þorleifsdóttur og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Rannveigu Sigurðardóttur frá Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og Áslaugu Árnadóttur lögmann sem öll sitja í verkefnisstjórn um smíði frumvarps til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00