80. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. ágúst 2019 kl. 08:50


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:50
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:50
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 08:50
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:50
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:50
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:50
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:26
Páll Magnússon (PállM), kl. 08:50
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:50

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2019 Kl. 08:50
Til fundarins komu Viðar Helgason og Kristinn Hjörtur Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir lögðu fram minnisblað dags. 28. ágúst 2019 um afkomugreinargerð fyrir ríkissjóð janúar-júní 2019, minnisblað dags. 28. ágúst 2019 um endurmat áhættuþátta á grundvelli uppgjörs janúar-júní 2019 og mánaðaryfirlit yfir fjárreiður ríkissjóðs dags. júní 2019. Þeir kynntu áhættuþætti í rekstri ríkisins á þessu ári og svöruðu spurningum nefndarmanna um þá. Ákveðið var að nefndin myndi senda ráðuneytinu spurningar sem svarað yrði með minnisblaði.

2) Önnur mál Kl. 10:00
Rætt var um fyrirkomulag á frekari vinnu nefndarinnar við áhættuþætti í rekstri ríkisins. Einnig var rætt um minnisblöð sem ráðuneytin eru með í vinnslu fyrir nefndina. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:07
Fundargerð 79. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:08