63. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, mánudaginn 27. apríl 2020 kl. 08:30


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:09

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 724. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 08:30
Til fundarins kom Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands.
Kl. 9:31. Ásdís Kristjánsdóttir og Davíð Þorláksson frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 10:09. Skúli Eggert Þórðarson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:36
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 10:37