96. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, mánudaginn 31. ágúst 2020 kl. 08:30


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 08:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 27. ágúst sl.

Bókað:

1) 968. mál - breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022 Kl. 08:30
Ákveðið var að Willum Þór Þórsson yrði framsögumaður málsins.
Til fundarins komu Gunnar Haraldsson, Axel Hall, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek frá fjármálaráði. Þau kynntu og fóru yfir umsögn ráðsins um fjármálastefnuna.
Kl. 10:44. Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Jón Loftur Björnsson og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun.
Kl. 11:25. Ásdís Kristjánsdóttir, Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 12:45. Hádegishlé.
Kl. 15:20. Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands.
Kl. 15:55. Róbert Farestveit frá ASÍ.
Kl. 18:31. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) 969. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 10:44
Ákveðið var að Steinunn Þóra Árnadóttir yrði framsögumaður málsins.
Kl. 10:44. Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Jón Loftur Björnsson og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun.
Kl. 11:25. Davíð Þorláksson frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 15:55. Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands.
Kl. 16:35. Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Kl. 18:00.Sveinbjörn Indriðason og Daði Rúnarsson frá Isavia.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

3) 970. mál - ríkisábyrgðir Kl. 16:35
Ákveðið var að Steinunn Þóra Árnadóttir yrði framsögumaður málsins.
Kl. 16:35. Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Kl. 18:00.Sveinbjörn Indriðason og Daði Rúnarsson frá Isavia.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

4) Önnur mál Kl. 19:02
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 19:03
Fundargerð 95. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 19:05