34. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 14. janúar 2021 kl. 13:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka Kl. 13:00
Til fundarins komu Guðrún Hafsteinsdóttir, Þórey S. Þórðardóttir, Gylfi Jónasson og Ólafur Sigurðsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Þau svöruðu spuringum nefndarmanna um málið.
Kl. 13:55. Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu. Hann fór yfir umsögn stofnunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 14:29. Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Þær kynntu umsögn samtakanna og svöruðu spurningum um efni hennar.
Kl. 15:31. Gunnar Jakobsson, Unnur Gunnarsdóttir og Björk Sigurgísladóttir frá Seðlabanka Íslands. Þau fóru yfir málið út frá sjónarmiðum um fjármálastöðugleika og fjármálaeftirlits. Auk þess svöruðu þau spurningum nefndarmanna um málið.

2) Önnur mál Kl. 16:51
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:52
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:53