30. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 09:04


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:04
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:04
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:04
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:04

Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Íbúðahúsnæðismarkaður Kl. 09:04
Til fundarins komu Hermann Jónasson og Þorsteinn Arnalds frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS.
Kl. 9:50 Ingólfur Bender og Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins.
Fjallað var um húsnæðismarkaðinn og lögðu gestirnir fram yfirlit yfir stöðu hans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:23
Rætt var um þau verkefni sem framundan eru. Samþykkt var með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá ASÍ um stöðuna á húsnæðismarkaðnum. Einnig var samþykkt að óska eftir minnisblaði frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um starfsemi sjóðsins á liðnu ári o.fl. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:32
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:32