54. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. júní 2022 kl. 08:37


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 08:37
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:37
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 08:37
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:37
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:37
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:45
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 08:37
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 08:37
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 08:37

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 08:37
Anna Hrefna Ingimundardóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 9:20. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Aðalsteinn Óskarsson og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir frá Vestfjarðastofu. Þau tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.
Kl. 10:15. Runólfur Pálsson og Ólafur Darri Andrason frá Landspítalanum. Farið var yfir stöðu Landspítalans vegna fjármálaáætlunarinnar og m.a. rætt um þjónustutengda fjármögnun, ógnanir og áskoranir í rekstrinum, fjárheimildir o.fl. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:52
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:53
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:54