10. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 09:00


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:24
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson annaðist fundarstjórn í fjarveru formanns og 1. varaformanns.
Til fundarins komu Sandra B. Franks og Ágúst Ólafur Ágústsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands.
Kl. 9:53. Kolbrún Halldórsdóttir og Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna. Þau tóku þau þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Kl. 10:31. Jóna Árný Þórðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þuríður Lillý Sigurðardóttir sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Þau komu frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 11:24
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu um „menningarsókn“ og hvernig átakið birtist í fjárlögum ársins 2023. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:26
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:27