1. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. september 2022 kl. 09:08


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:11
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason og Þórarinn Ingi Pétursson véku af fundi kl. 11:07. Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 11:14. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Haraldur Benediktsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður áheyrnarfulltrúi Viðreisnar hjá fjárlaganefnd.

Bókað:

1) Starfið framundan á 153. þingi Kl. 09:08
Rætt var um starfið sem framundan er, kynningu ráðuneytanna á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2023, gestakomur, væntanlega heimsókn nefndarinnar til OECD síðari hluta febrúar o.fl. Samþykkt var að nefndin fundaði föstudagana 23. og 30. september n.k. Þá var samþykkt að fundur hæfist kl. 9:00 mánudaginn 19. september n.k.

2) Kostnaðarþróun sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks hjá sveitarfélögum Kl. 09:18
Til fundarins kom Haraldur Líndal Haraldsson ráðgjafi. Hann kynnti endurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og greiningu á kostnaðarþróun hjá sveitarfélögum í þjónustu við fatlað fólk 2018 - 2020. Síðan svaraði hann spurningum frá nefndarmönnum.

3) Peningamálastefnan Kl. 10:36
Til fundarins kom Rannveig Sigurðardóttir frá Seðlabanka Íslands. Hún kynnti peningamálastefnuna og svaraði spurningum nefndarmanna um efni hennar. Hún mun senda nefndinni minnisblað um aldursdreifingu almennra lántakenda, yfirlit sem sýni hvaða tekjuhópar tóku lán sem báru fasta vexti og breytilega og um fleiri atriði.

4) Önnur mál Kl. 11:22
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:23
Fundargerð 58 frá 152. þingi var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:24