38. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. febrúar 2023 kl. 09:17


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:17
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:17
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:17
Halldóra K. Hauksdóttir (HallH), kl. 09:17
Hermann Jónsson Bragason (HJB), kl. 09:17
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:17
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:44

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi. Stefán Vagn Stefánsson var fjarverandi vegna veikinda. Björn Leví Gunnarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárhagsstaða háskólanna Kl. 09:17
Haraldur Benediktsson annaðist fundarstjórn í fjarveru formanns.
Til fundarins komu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ásdís Halla Bragadóttir, Ari Sigurðsson, Ásgeir Runólfsson og Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Kynnt var samstarf háskóla og fjárhagsstaða þeirra. Farið var yfir úthlutun úr samstarfi háskóla, rekstrarafkomu þeirra og yfir framgang markmiða samstarfs háskóla. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna. Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblöðum frá ráðuneytinu um fjárhagsstöðu Háskóla Íslands, um þróun fjárheimilda samstarfs háskóla og reiknilíkan háskólanna. Einnig var samþykkt að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu um fjárhagsmálefni Landhelgisgæslunnar.

2) Önnur mál Kl. 10:32
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:33
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:34