45. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:24
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:19
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:19
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:10
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023 Kl. 09:10
Til fundarins komu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Gunnarsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ráðherra kynnti áhættumat ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 09:53
Rætt var um endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun Vegagerðarinnar fyrir árið 2020. Ákveðið var að fela nefndarriturum að útbúa spurningar sem beint verður til Ríkisendurskoðunar um framkvæmd endurskoðunar hjá A1 hluta ríkissjóðs og ýmis tæknileg og fagleg úrlausnarefni henni tengdri sem og spurningar um endurskoðun ríkisreiknings 2021. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:17