58. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. maí 2023 kl. 09:09


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:09
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:09
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:09
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:09
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 09:09
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:09
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:09
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:09
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:09

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 10.20, Helgi Héðinsson kl. 10:21 og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kl. 11:16.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:09
Til fundarins komu Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurgeir Bárðarson og Ásta Björk Sigurðardóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kl. 10:00. Friðrik Jónsson og Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM.
Kl. 10:59. Steinunn Rögnvaldsdóttir og Auður Inga Rúnarsdóttir frá femínískum fjármálum.
Kl. 11:30. Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar og þjónustu og María Jóna Magnúsdóttir frá Bílgreinasambandinu.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna úr efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 12:13
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytin um heimsmarkmiðin og frá innviðaráðuneytinu um samgöngusáttmálann o.fl.

3) Fundargerð Kl. 12:14
Fundargerð 57. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:15