20. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. nóvember 2023 kl. 13:06


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:06
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 13:06
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 13:24
Halldór Auðar Svansson (HAS), kl. 13:06
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:06
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:06
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 13:06
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:06

Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 14:00 og kom síðan til baka kl. 15:35. Kristrún Frostadóttir vék af fundi kl. 15:26 en í hennar stað kom Logi Einarsson.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 481. mál - fjáraukalög 2023 Kl. 13:06
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Hlynur Hreinsson, Guðrún Birna Finnsdóttir, Marta Guðrún Skúladóttir, Elfar Hrafn Árnason, Sólrún Halldóra Þrastardóttir og Sigurður Gunnar Sigurðsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna úr efni þess.
Kl. 14:41 Pétur Fenger og Sveinn Bragason frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir kynntu þann hluta frumvarpsins sem er á málaefnasviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 15:50. Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind Elíasdóttir og Unnar Örn Unnarsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Þau kynntu þann hluta frumvarpsins sem er á málaefnasviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 15:47
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:49
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:00