47. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 09:09


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:09
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:09
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:09
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:09
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:09
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:09
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:09
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09

Jóhann Friðrik Friðriksson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:10 og Kári Gautason kl. 11:48. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Árangurstengd fjármögnun háskóla Kl. 09:09
Til fundarins kom Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með henni komu Ásdís Halla Bragadóttir, Ásgeir Runólfsson, Ragnhildur Björnsdóttir og Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson. Þau kynntu nýjar áherslur árangurstengdrar fjármögnunar háskólanna, breytingar á framlögum á ársnema í nýrri fjármögnun, markmið um að fjölga þeim sem útskrifast úr háskóla á Íslandi o.fl. Síðan svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

2) Staða framkvæmda hjá nýjum Landspítala Kl. 10:31
Til fundarins komu Gunnar Svarvarsson, Finnur Árnason og Ásgeir Margeirsson frá Nýja Landspítalanum ohf. Þeir kynntu starfsemi félagsins, stjórnskipulag þess, skipulag verkefna og fóru yfir verkefni þess, umhverfismál o.fl. Síðan svöruðu þeir spurningum frá nefndarmönnum.

3) Önnur mál Kl. 11:59
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:01