42. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. febrúar 2014 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:44
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir HHG, kl. 09:33
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:53

Haraldur Benediktsson og Oddný G. Harðardóttir voru fjarverandi vegna veikinda. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi. Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:20 til að fara á fund forsætisnefndar Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárhagsstaða LSR og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs Kl. 09:30
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Haukur Hafsteinsson. Haukur gerði grein fyrir fjárhagsstöðu LSR.

2) Staða Farice ehf. Kl. 10:30
Farice ehf. Ómar Benediktsson og Marta Eiríksdóttir. Fulltrúar Farice ehf. kynntu starfsemi félagsins.

3) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:45
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 11:45