49. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. mars 2014 kl. 13:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 13:23
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 13:28
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:00

Haraldur Benediktsson og Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir
Jón Magnússon

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2014 Kl. 13:05
Frá velferðarráðuneytinu: Hrönn Ottósdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir og Unnur Ágústsdóttir. Farið yfir veikleikamat á fjárlagaliðum ráðuneytisins við framkvæmd fjárlaga árið 2014.

Frá fjármála- og efnahagsráðuneyti kom Sverrir Jónsson. Farið yfir veikleika við framkvæmd fjárlaga 2014 í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Mun senda nefndinni minnisblað um fækkun starfsmanna í ráðuneytinu og undirstofnunum þess. Einnig minnisblað um dómsmál um almenningssamgöngur á Austurlandi.

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti mættu á fund nefndarinnar Sigríður Auður Arnardóttir og Björgvin Valdimarsson. Farið yfir veikleikamat á fjárlagaliðum ráðuneytisins við framkvæmd fjárlaga árið 2014.

Frá utanríkisráðuneyti komu á fund nefndarinnar Harald Aspelund og Marta Jónsdóttir. Veikleikamat á fjárlagaliðum ráðuneytisins við framkvæmd fjárlaga árið 2014 rædd.

2) Önnur mál Kl. 15:10
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 15:15
Fundargerð samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Karl Garðarsson og Valgerður Gunnarsdóttir.

Fundi slitið kl. 15:15