59. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. maí 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:21
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir ÁsmD, kl. 09:04
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi vegna fundar hjá velferðarnefnd. Haraldur Einarsson vék af fundi kl. 9:20. Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:23.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Málefni Landbúnaðarháskóla Íslands. Kl. 09:02
Landbúnaðarháskóli Íslands: Ágúst Sigurðsson og Theódóra Ragnarsdóttir.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Gísli Magnússon, Helgi Kristinsson og Þórarinn Sólmundarson.
Farið var yfir málefni skólans.

2) 377. mál - lokafjárlög 2012 Kl. 11:20
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Lúðvík Guðjónsson og Ingþór Karl Eiríksson.

Lögð fram drög að nefndaráliti meiri hlutans. Meiri hlutinn tekur málið út með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Karls Garðarssonar, Haraldar Benediktssonar og Valgerðar Gunnarsdóttur. Oddný G. Harðardóttir og Brynhildur Pétursdóttir mótmæla því að málið verði tekið út. Bjarkey Gunnarsdóttir mun rita undir álit minni hluta með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:55
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 11:56