45. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:14
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:14
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:24
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir (SEE) fyrir Ástu Guðrúnu Helgadóttur (ÁstaH), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:11

Ásmundur Einar Daðason og Oddný G. Harðardóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Eftirlit með hlutafélögum í eigu ríkisins 2016 Kl. 09:00
Frá Íslandspósti hf. komu kl. 9:00 til fundar við nefndina Ingimundur Sigurpálsson og Eiríkur H. Hauksson. Þeir lögðu fram ársskýrslu 2015 sem og kynningarefni um starfsemina. Þeir fóru yfir rekstur ársins og þau atriði sem hafa einkum haft áhrif á starfsemina og framtíðarhorfur fyrirtækisins. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.
Frá Farice hf. komu Ómar Benediktsson og Martha Eiríksdóttir. Þau fóru yfir helstu atriði í ársreikningi félagsins, starfsemi liðins árs og horfur á næstu árum. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:53
Rætt var um innheimtu sekta og sakarkostnaðar en Ríkisendurskoðun og Sýslumaður Norðurlands vestra hafa bent nefndinni á að innheimtumaður hefur ekki nógu góð innheimtuúrræði og því þarf að afskrifa verulegan hluta álagðra sekta og sakarkostnaðar ár hvert. Þá var rætt um ábendingar þjóðskjalavarðar og starfsmanna hans sem fram komu í heimsókn nefndarinnar til safnsins í gær um að framundan er verulegur kostnaður við að byggja upp safnið og skrá þau skjöl sem eru á leið til safnsins næstu árin.

3) Fundargerð Kl. 11:14
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 11:15