53. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 12:39


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 12:39
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 12:39
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 12:39
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 12:39
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 12:39
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 12:39
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 12:39
Páll Magnússon (PállM), kl. 12:39
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 12:39

Jón Þór Ólafsson vék af fundi áður en afgreiðsla þingsályktunartillögunar hófst og kom síðan aftur þegar umfjöllun um Vaðlaheiðargöng hófst. Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 13:17. Páll Magnússon vék af fundi kl. 14:00. Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 14:10.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 12:40
Fundur var settur en síðan frestað af tæknilegum ástæðum. Fundi var síðan fram haldið kl. 13:10. Lagt var fram álit meiri hluta fjárlaganefndar um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022. Hún var afgreitt til annarrar umræðu með atkvæðum meiri hlutans en hann skipa Haraldur Benediktsson, Hanna Katrín Friðriksson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Oddný G. Harðardóttir sátu hjá en munu skila hver sínu nefndarálitinu. Jón Þór Ólafsson vék af fundi áður en atkvæðagreiðsla hófst. Björn Leví Gunnarsson mun skila inn nefndaráliti í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

2) 524. mál - jarðgöng undir Vaðlaheiði Kl. 13:18
Til fundarins komu Hafsteinn Hafsteinsson og Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess. Eftirfarandi var bókað: „Samþykkt var að Björn Leví Gunnarssonar myndi senda spurningar til gesta til að geta lokið nefndaráliti um málið.“
Kl. 13:58. Til fundarins komu Valgeir Bergmann og Ágúst Torfi Hauksson frá Vaðlaheiðargöngum hf. Þeir svöruðu spurningum um byggingu gangnanna, fjármál þeirra og annað sem þingmenn spurðu um.
Kl. 14:26. Hafsteinn Hafsteinsson og Björgvin Sighvatsson frá Seðlabanka Íslands. Gestirnir kynntu umsögn Ríkisábyrgðasjóðs og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.

3) Önnur mál Kl. 14:49
Rætt var um þá vinnu sem framundan er hjá nefndinni.

4) Fundargerð Kl. 14:51
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:53