12. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 13:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:03
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:05

Páll Magnússon vék af fundi kl. 14:40 og Guðmundur Andri Thorsson kl. 15:34.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2018 Kl. 13:00
Til fundarins komu Haukur Guðmundsson, Sveinn Bragason og Pétur Fenger frá dómsmálaráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og kynntu áætlanir ráðuneytisins, veikleika í rekstri stofnana þess og til hvaða ráðstafana verður gripið til að rekstur verði í samræmi við fjárheimildir.
Kl. 14:26. Til fundarins komu Gísli Magnússon, Björg Pétursdóttir, Marta Guðrún Skúladóttir, Auður Björg Árnadóttir, Ásdís Jónsdóttir og Helgi Freyr Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram yfirlit þar sem kynnt var uppbygging reiknilíkans framhaldsskóla og háskóla auk þess sem farið var yfir ýmsa þætti í rekstri ráðuneytisins og stofnana þess.

2) Önnur mál Kl. 15:44
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:46
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:47