46. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:35
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:30

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Ólafur Ísleifsson viku af fundi kl. 11:25 til að fara á fund formanna þingflokkanna.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 09:30
Til fundarins komu Jón Loftur Björnsson og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun.
Kl. 10:15. Sigurður Hannesson og Ingólfur Bender frá Samtökum iðnaðarins.
Kl. 11:00. Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) 49. mál - lokafjárlög 2016 Kl. 11:30
Frumvarpið var afgreitt samhljóða til 2. umræðu af öllum viðstöddum og standa allir nefndarmenn að sameiginlegu nefndaráliti. Þeir eru Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Bjakey Olsen Gunnarsdóttir, Páll Magnússon, Valgerður Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Ólafur Ísleifsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Þorsteinn Víglundsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig einnig sammála afgreiðslunni.

3) Önnur mál Kl. 11:32
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:33
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:38