21. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. nóvember 2018 kl. 09:34


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:34
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:41
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:34
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:42
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:34
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:34
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:34
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:34
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:34

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Ólafur Ísleifsson véku af fundi kl. 10:50 fundi til að sitja fund formanna þingflokka með forseta Alþingis. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Lánveiting til Íslandspósts Kl. 09:34
Til fundarins komu Sigurður Helgi Helgason og Jón Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu lausafjárvanda Íslandspósts ohf. og mögulega þörf á því að ríkissjóður leggi félaginu til aukið lánsfé eða eigið fé um allt að 1,5 milljarða króna sbr. 6. gr. frumvarpsins. Innifalin í þeirri fjárhæð er 500 m.kr. lánsfjárheimild sem mun koma fram í væntanlegum fjáraukalögum fyrir árið 2018.

2) Önnur mál Kl. 11:34
Samþykkt var að kalla eftir öllum skriflegum gögnum frá Seðlabanka Íslands sem farið hafa á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Ríkisábyrgðasjóðs vegna Vaðlaheiðargangna ehf. og lánveitinga til fyrirtækisins. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:35
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:36