41. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 19. febrúar 2024 kl. 09:35


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:35
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:35
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:35
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:35
Logi Einarsson (LE) fyrir (KFrost), kl. 09:35
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:35

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis og Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Endurskoðun ríkisreiknings 2022 Kl. 09:35
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson og Andri Már Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Einnig kom Þórir Ólafsson frá Fjársýslu ríkisins. Þeir kynntu athugasemdir og ábendingar sem ráðuneytið og Fjársýslan gera við endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2022. Þeir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.
Eftir að gestirnir viku af fundinum var rætt um frekari úrvinnslu málsins.

2) Önnur mál Kl. 10:40
Rætt var um að undirnefnd eða starfshópur fjárlaganefndar tæki til starfa fljótlega. Í henni verða ýmis verkefni undirbúin áður en þau verða síðan lögð fyrir nefndina. Allir nefndarmenn geta tekið þátt í starfi undirnefndarinnar. Rætt um fyrirkomulag fyrirspurna og svörum við þeim. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:47
Fundargerð 40. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:48