46. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 15:15


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 15:15
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 15:15
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 15:15
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 15:15
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:40
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 15:15
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:15
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 15:15

Björgvin var fjarverandi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 618. mál - stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík Kl. 15:15
Frá velferðarráðuneyti: Anna Lilja Gunnarsdóttir, Sveinn Magnússon og Dagný Brynjólfsdóttir.
Nefndarálit um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var afgreitt úr nefndinni með atkvæðum Björns, Sigmundar, Lúðvíks og Valgerðar. Björgvin hafði óskað eftir því við formann að vera með á álitinu og gerði formaður grein fyrir því. Ekki voru gerðar athugasemdir við það fyrirkomulag af öðrum nefndarmönnum. Kristján, Ásbjörn og Ragnheiður sátu hjá við afgreiðslu málsins. Höskuldur leggst gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni þar sem það hafi ekki verið undirbúið nægilega vel. Í nefndarálitinu verður gerð grein fyrir því að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skuli leita samþykkis Alþingis með almennum lögum.

2) Önnur mál Kl. 16:14
Mennta- og menningarmálaráðherra mun kynna fjárlaganefnd leigusamning Perlunnar á fundi nefndarinnar á morgun. Fleira var ekki gert.

3) Samþykkt fundargerðar Kl. 16:30
Allir viðstaddir samþykktu fundargerðina en þeir voru: Björn, Sigmundur, Lúðvík, Valgerður, Ásbjörn, Kristján, Ragnheiður og Höskuldur.

Fundi slitið kl. 16:40