16. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:32
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:02
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:46
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:01
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis hjá Alþjóðaþingmannsambandinu. Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 15:45.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 09:00
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson.
Stofnunin kynnti umsögn sína um frumvarp til fjárlaga 2014.
Fundi var frestað frá kl. 10:00 til kl. 10:30.

2) Þjóðhagsáætlun 2014 Kl. 10:30
Fundur hófst kl. 10:30 og var frestað til kl. 10:35.
Þessi hluti fundarins var sameiginlegur með efnahags- og viðskiptanefnd.
Hagstofa Íslands: Marinó Melsted, Björn Rúnar Guðmundsson og Björn Ragnar Björnsson. Hagstofan kynnti nýja þjóðhagspá fyrir árið 2014.
ASÍ: Ólafur Darri Andrason og Róbert Farestveit.
Samtök atvinnulífsins: Þorsteinn Víglundsson og Ásdís Kristjánsdóttir.
Samtökin kynntu hagvaxtarspár sínar.
Seðlabanki Íslands: Þórarinn G. Pétursson og Gunnar Gunnarsson.
Hagvaxtarspá bankans kynnt.

3) Framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013 Kl. 14:30
Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Ásta Magnúsdóttir, Hellen Gunnarsdóttir, Magnús Lyngdal Magnússon, Gísli Þór Magnússon og Helgi Freyr Kristinsson.
Velferðarráðuneyti: Hrönn Ottósdóttir og Sturlaugur Tómasson.
Innanríkisráðuneyti: Ragnhildur Hjaltadóttir og Pétur M. Fenger.
Farið var yfir málefni hvers ráðuneytis í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013.

4) Önnur mál Kl. 16:00
Fleiri mál voru ekki rædd.

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 16:10
Samþykkt fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 16:00