20. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. desember 2016 kl. 20:42


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 20:42
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 20:42
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 20:42
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 20:42
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 20:42
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 20:42
Páll Magnússon (PállM) fyrir Guðlaug Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 20:42
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 20:42
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 20:42

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi og kom Unnur Brá Konráðsdóttir í hennar stað kl. 22:40.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 20:45
Farið var yfir fyrirliggjandi breytingatillögur fyrir 3. umræðu um fjárlagafrumvarpið og þær afgreiddar. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að breytingatillögum sem lagðar voru fram við 3. umræðu.

2) 10. mál - fjáraukalög 2016 Kl. 20:50
Farið var yfir breytingatillögur fyrir 3 umræðu. Breytingatillaga afgreidd með atkvæðum allra viðstaddra nema Theodóru S. Þorsteinsdóttur sem situr hjá við afgreiðslu framlags til Siglufjarðarhafnar.

3) Önnur mál Kl. 20:56
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 20:57
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 22:48