21. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 09:16


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:16
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:18
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:16
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:16
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:21
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:16
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:16
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:16
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:16

Þórarinn Ingi Pétursson vék af fundi kl. 09:18 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Fundargerðir 19. og 20. fundar voru samþykktar.

Samþykkt að gera orðalagsbreytingar á fundargerð 18. fundar.

2) Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun Kl. 09:18
09:18 Á fund nefndarinnar kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Gerði hann grein fyrir málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

09:47 Á fund nefndarinnar komu Björn Þór Hermannsson skrifstofustjóri, Hilda Hrund Cortez og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir gerði grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:09
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30