12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 16. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi. Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 9., 10. og 11. fundar voru samþykktar.

2) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 09:06
Formaður kynnti drög að almennri upplýsingabeiðni og sértækri upplýsingabeiðni til heilbrigðisráðuneytis vegna sóttvarnaráðstafana.

Nefndin ræddi fyrri beiðnina. Formaður lagði til að hún yrði send til heilbrigðisráðuneytis nema einhver hreyfði andmælum. Enginn hreyfði andmælum og var tillagan samþykkt.

Þá ræddi nefndin síðari beiðnina. Ákveðið að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar.

3) 27. mál - kosningar til Alþingis Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar mætti Þorkell Helgason. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 80. mál - Þingsköp Alþingis Kl. 10:31
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að umsögn standa Jón Þór Ólafsson, Andrés Ingi Jónsson með fyrirvara, Guðmundur Andri Thorsson með fyrirvara, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.

5) Fyrirspurn um birtingu laga á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis Kl. 10:52
Nefndin ræddi málið.

6) Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:59
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Jón Þór Ólafsson, Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir.

7) 130. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 11:13
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:14
Hlé var gert á fundi kl. 09:01-09:05 og kl. 10:34-10:38.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14