31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. mars 2022 kl. 09:14


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:14
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:14
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:14
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:14
Bjarni Jónsson (BjarnJ) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:14
Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 09:14

Hildur Sverrisdóttir og Sigmar Guðmundsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Dagskrárlið frestað.

2) Verklag og framkvæmd ráðherra vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Kl. 09:14
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður gerði grein fyrir ósk utanríkisráðuneytisins um að þau gögn sem nefndin óskaði eftir hinn 21. mars sl. yrðu bundin trúnaði, sbr. 2. mgr. 51. gr. þingskapa. Nefndin samþykkti að veita gögnunum viðtöku og bauð formaður nefndarmönnum að kynna sér trúnaðargögnin. Aðrir nefndarmenn sem ekki óskuðu eftir að kynna sér trúnaðargögnin, þ.e. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson óskuðu ekki eftir að kynna sér gögnin og véku því af fundi kl. 09:23.

Þá komu á fundinn María Mjöll Jónsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Rúnar Gíslason og Veturliði Þór Stefánsson frá utanríkisráðuneyti. Gestir kynntu gögnin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gestir véku af fundi kl. 10:01 og kom þá Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir aftur á fund.

Þá ræddi nefndin málið. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði til að óskað yrði eftir gögnum um samskipti utanríkisráðuneytis og utanríkisráðherra við önnur ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands og við íslensk sjávarútvegfyrirtæki vegna kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi í kjölfar fregna af því að hann kynni að vera settur á lista yfir aðila sem sæta þvingunaraðgerðum. Jafnframt er óskað eftir þeim gögnum sem lögð hafa verið fyrir ríkisstjórn vegna málsins. Var það samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 10:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:08