48. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 7. júní 2022 kl. 13:15


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:16
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 13:16
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:16
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:16
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:16
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:16

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:16
Dagskrárlið frestað.

2) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 13:16
Á fundinum voru kannaðar tilkynningar landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur sem 2. varaþingmanns Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og Ólafs Þórs Gunnarssonar sem 2. varaþingmanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Tilkynningarnar eru gefnar út í samræmi við 113. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynningarnar og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur og Ólafs Þórs Gunnarssonar.

3) Önnur mál Kl. 13:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:30