13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. nóvember 2023 kl. 09:16


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:16
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:16
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:16
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:16
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:21
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:16
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:16
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:21

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Hlé var gert á fundi milli kl. 09:48 - 09:55.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Fundargerðir 11. og 12. fundar voru samþykktar.

2) 239. mál - Mannréttindastofnun Íslands Kl. 09:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórhall Vilhjálmsson frá laga- og stjórnsýslusviði skrifstofu Alþingis og Katrínu Björg Ríkarsdóttur og Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu.

3) 448. mál - framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2022 Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Þórhallsson skrifstofustjóra og Mörtu Maríu Halldórsdóttur frá forsætisráðuneyti.

Samþykkt, með vísan til 2. mgr. 2. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, að nefndin hafi lokið umfjöllun um skýrsluna.

4) 64. mál - skjaldarmerki frá 1881 á framhlið Alþingishússins Kl. 10:25
Tillaga um að Berglind Harpa Svavarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 10:27
Formaður lagði til að nefndin myndi taka til athugunar, á grundvelli fyrri umfjöllunar hennar um ábendingar umboðsmanns Alþingis, kalla eftir upplýsingum um geðheilbrigðisþjónustu við fanga og samstarf ráðuneyta vegna hennar. Var það samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30