12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 10:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:00

ÖJ og PHB boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:00
Frestað.

2) Stuðningur við atvinnu- og byggðaþróun (2010). Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:35
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson og Guðmundur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu - 2007. Ítrekuð eftirfylgniskýrsla Kl. 10:02
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar sátu fundinn áfram og kynntu skýrsluna fyrir nefndarmönnum.

4) Viðlagatrygging Íslands. Skýrsla Kl. 10:42
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar sátu áfram. Guðmundur gerði grein fyrir skýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Kristínu.

5) Samningamál SÁÁ. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:25
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar sátu áfram fund nefndarinnar. Kristín gerði grein fyrir skýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins(ORRI) - Uppfærsla 2010 Kl. 11:15
Á fundinn kom Sveinn Arason og Kristín Kalmansdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þau fóru yfir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing Kl. 10:55
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Kristín Kalmansdóttir frá Ríkisendurskoðun sátu áfram fundinn. Þau fóru yfir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

VBj óskaði eftir að bókað yrði:
Með bréfi dagsettu 6. apríl 2004 óskaði forseti Alþingis eftir því að Ríkisendurskoðun gerði „úttekt á hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd við að koma á nýju hugbúnaðarkerfi (ORACLE) hjá ríkinu, bæði fjárhagslega og faglega". Ekki hefur komið fram viðhlítandi ástæða á þeim drætti sem varð á gerð skýrslunnar.

8) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40