38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. mars 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir BirgJ, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Brynjar Níelsson boðaði forföll. Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi kl. 9:30 þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. var tekin á dagskrá og kom Haraldur Einarsson þá inn í hennar stað.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað

2) Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010). Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Skúli Þór Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneyti, Páll Egill Winkel frá Fangelsismálastofnun og Kristín Kalmansdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti efni skýrslunnar. Þá kynntu Skúli og Páll sjónarmið ráðuneytis og Fangelsismálastofnunar. Gestir svöruðu því næst spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 09:30
Formaður dreifði viðbótargögnum frá Íbúðalánasjóði og áréttaði að um trúnaðargögn voru að ræða.
Formaður vísaði til draga að nefndaráliti sem send hefðu verið og lagði til að málið yrði afgreitt. Var það samþykkt.
Að nefndaráliti meiri hlutans standa: Ögmundur Jónasson, Brynjar Níelsson með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda, Karl Garðarsson, Pétur H. Blöndal, Haraldur Einarsson og Willum Þór Þórsson
Að nefndaráliti minni hlutans standa: Valgerður Bjarnadóttir, Helgi Hjörvar og Björn Leví Gunnarsson.
Brynhildur Pétursdóttir, áheyrnarfulltrúi, er ekki samþykk áliti meiri eða minni hluta.

4) Önnur mál Kl. 09:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45