47. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. maí 2014 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:42
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:35
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:30

Karl Garðarson mætti seint vegna fundar í fjárlaganefnd.
Willum Þór Þórsson og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi vegna annarra funda.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:30
Frestað.

2) Frumvarp um gagnageymd. Kl. 08:35
Á fundinn komu Eric Figueras, Guðbjörn Sverrir Hreinsson og Hallmundur Albertsson frá Símanum, Jóakim Reynisson frá Nova og Kjartan Reynisson frá Vodafone og gerðu grein fyrir afstöðu fyrirtækjanna til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Þórunn J. Hafstein, Sigurbergur Björnsson, Páll H. Halldorsson og María Rún Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneyti, Þórður Sveinsson frá Persónuvernd, Hrafnkell V. Gíslason og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun og Árni E. Albertsson og Jón H.B. Snorrason frá ríkislögreglustjóra og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Nefndin hyggst fjalla um málið á fundi næsta þriðjudag 6. maí.

3) Önnur mál Kl. 09:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00