9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:33
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Sigrún Magnúsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) Framkvæmd sýslumanna við uppboð Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um hvort málið heyrði undir málefnasvið nefndarinnar eða allsherjar- og menntamálanefndar.

3) Framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um hvort málið heyrði undir málefnasvið nefndarinnar eða allsherjar- og menntamálanefndar.

4) Um skyldur sérstaks saksóknara og héraðsdómara í tengslum við símahleranir, húsleitir o.fl. Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um hvort málið heyrði undir málefnasvið nefndarinnar eða allsherjar- og menntamálanefndar.

5) Verklag embættis sérstaks saksóknara við rannsókn mála Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um hvort málið heyrði undir málefnasvið nefndarinnar eða allsherjar- og menntamálanefndar.

6) Önnur mál Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um hvert beina bæri erindi vegna upplýsinga sem Helgi Hrafn Gunnarsson lagði fram í nefndinni og bundin eru trúnaði, sbr. 3. mgr. 50. gr. laga um þinsköp Alþingis.

Brynjar Níelsson gerði grein fyrir stöðu erindis Víglundar Þorsteinssonar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:47