12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. nóvember 2014 kl. 12:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 12:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 12:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 12:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 12:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 12:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 12:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 12:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 12:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 12:00

Willum Þór Þórsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Rannsókn kjörbréfs Kl. 12:00
Á fundinum var rannsakað kjörbréf Eyrúnar Eyþórsdóttur 3. varaþingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Ekki voru gerðar athugasemdir við kjörbréfið og er nefndin einhuga um að mæla með samþykkt þess.

2) Önnur mál Kl. 12:04
Formaður lagði til að fundur nefndarinnar með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um samantekt á skipulagi lögreglunnar við mótmælin 2008-2011 yrði opinn fjölmiðlum. Samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15