40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hjörvar og Pétur H. Blöndal voru fjarverandi.
Vigdís Hauksdóttir boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 307. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:00
Fundurinn var sameiginlegur með fjárlaganefnd.

Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson frá lagaskrifstofu Alþingis og kynnti frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Gert var 10 mínútna hlé á fundi til 10:30.

Næst komu Áslaug Árnadóttir, Jóhann Unnsteinsson og Pálína Árnadóttir frá Endurskoðendaráði sem kynntu umsögn þess og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom Sturla Jónsson frá Félagi löggiltra endurskoðenda og gerði grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Loks komu Sveinn Arason og Lárus Ögmundsson frá Ríkisendurskoðun, kynntu umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 11:55
Frestað að taka málið fyrir.

4) Starfið framundan Kl. 11:55
Frestað að taka fyrir.

5) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55